Kryddhúsið – Jólaglöggs kryddblanda – 85 gr.
1.330 kr.
Innihald: Kanill, allrahanda, negulnaglar, appeslínubörkur, kardamommur, grænn-, hvítur- og svartur pipar, rósapipar, stjörnuanís, náttúrulegt bragðefni.
Þessi kryddblanda færir þér ilm jólanna! Dásamleg kryddblanda í áfengt eða óáfengt glögg. Þessi blanda er einnig tilvalin til að sjóða niður í sykurvatni sem sýróp sem svo er notað út á t.d. hátíðareftirréttinn eða áramótakokteilinn.
Áfengt glögg: 2 1/2 msk kryddblanda, 750ml léttvín, u.þ.b. 1.5 dl sykur (eða hunang/önnur sæta) (ath að sætumagnið fer eftir sýrustiginu í víninu sem notað er, þannig að stundum þarf minni sætu eða meiri), sett í pott og hitað að suðumarki. Tekið af hellunni og látið standa í u.þ.b. 30 mín. Velgjið og síið blönduna frá áður en skenkt.
Óáfengt glögg: 1 líter eplasafi (eða annar safi), 2 msk kryddblanda, aðeins hunang ef vill. Allt sett í pott og hitað að suðumarki. Látið standa í u.þ.b. 20 mín áður en drukkið til að kryddbragðið taki sig.
Það er vel hægt að hella upp á oftar en einu sinni með sama skammt af kryddblöndunni. Gott að bæta aðeins við af kryddblöndu ef hellt er upp á sömu blöndu oftar en tvisvar.
Kryddið er Vegan, án aukaefna, án MSG, án glúteins, án sílikon díoxíðs, án salts.
Á lager